VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

12.2.04

að miðnætti í gærkveldi héldum við stelpurnar þrjár í Vallarkoti smá afmælisboð fyrir Opalinn og Sigga. Við bökuðum vöfflur og hituðum súkkulaði og buðum strákunum í partý. Þetta heppnaðist very well og allir fóru saddir að sofa.... við gellurnar fórum reyndar að máta kjóla og skartgripi og höfðum líka fyrr um kvöldið mætt á "kjólaleigu" Sigrúnar Hjartar og mátað kjóla.... dí hva þa var gaman.

Í dag eru kosningar og hörð kosningabarátta þreytt.... formannsslagurinn er allsvaðalegur og í gær héldu allir frambjóðendur kosningaræður þar á meðal litla ég. Það er vonandi að maður komi ekki illa út úr þessum kosningum!
Í kvöld er svo kosningavaka og húllum hæ og við tómatarnir ætlum að vera gasalega fínar.... :-)

Svo er Hróarskelduumræðan í hámarki... ég bara VERÐ að fara... það er náttla skyldumæting á Pixies!!!

Bifró er svo á Valentínusardaginn 14. feb og Male bonding mun án efa taka Bifró með stæl ;-) hlakka til að heyra þetta hjá strákunum.

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com