VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

17.2.04

Nú hefur margt drifið á daga mína..... og eru kosningar og Bifró yfirstaðið. Kosningarnar voru á fimmtudaginn og enduðu mjög vel:
Formaður: Bjarki Rafn
Ritari: Maj Britt Hjördís
Gjaldkeri: Ögmundur
Félagsmálafulltrúi: Linda Margrét
Upplýsingafulltrúi: Darri
= fínasta stjórn sýnist mér
Svo var djammað fram á rauða nótt og kosningaúrslitum fagnað.
Svo var Bifró á laugardagskvöldið. Við Ingvar brunuðum uppeftir á Hótel Borgarnes þar sem að við skemmtum okkur konunglega. Skemmtiatriðin voru frábær og maturinn fínn, svo var ráfað milli hótelherbergja og tjúttað. Svo var bara legið í leti á sunnudeginum.... rölt upp í Hredda í góðan þynnkudinner, horft að Monster og kúrt. Enduðum svo úti að borða í Mótel Venus í Hróa Hattar pizzum þótt sumir hafi fengið sér hamborgara. Vorum akkúrat að pæla í því það væri eins og við værum í bíómynd og bráðum yrði framið morð og myndin á veggnum fyrir ofan hausinn á Maju myndi lifna við.
En ekkert slíkt gerðist og við brunuðum heim í nóttinni.... heim á Bifröst!
Í dag hef ég ekki litið upp úr bók frá því kl 8 í morgun svo ég er dauðþreytt og ætla að segja nattí nattí í bili!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com