Gunnan kvödd....
Ég eyddi helginni í flutninga, tæmdi og þreif Gunnuna mína.... ég sem sagt er búin að afhenda hana og kvaddi hana með söknuði um leið og ég lét nýjan húsráðanda fá lyklana....
Ég keypti Gunnuna fyrir 5 árum og leigði hana fyrst í stað út. Í janúar 2001 flutti ég svo inn eftir mikla málningarvinnu og pússerí ... allt málað hvítt :-)
Síðan þá hef ég ásamt vinum mín haft það rosalega gott á Gunnunni hvort sem að það voru þynnkudagar, matarboð, litlu jól, partý eða bara rómó kvöld..... Öllum þótti gott að vera
á Gunnunni það er engin spurning.
Um leið og ég lokaði hurðinni á Gunnunni vitandi það að ég ætti ekki erinda þangað framar þá lokaði ég kafla í lífi mínu. Núna opna ég aðrar dyr og það verður gaman að vita hvað er fyrir innan þær..... ég kveð Gunnuna mína með trega og þakka hennig góðar stundir ;-) en á sama tíma hlakka ég til að fá mér nýtt heimili og hreiðra um mig á nýjum stað og skapa nýjar minningar :-)
<< Home