VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

24.9.04

Helgin

Hef ákveðið að vera í sveitinni um helgina. Ætla að taka massíva heilsuhelgi og lærdómshelgi hérna í haustlitunum. Það er ekkert fallegra en Bifröst á haustin svona ykkur að segja... ég horfi út um svefnherbergisgluggann beint í hraunið og litirnir eru ótrúlegir.... algjör litadýrð, alveg eins og Monet hafi komið yfir nótt og málað á gluggann minn....

Fimmtudagsdjamm

Ætlaði að vera róleg en stóðst ekki freistinguna að fá mér í glas í gær... Bjarki hringdi í mig þegar að ég var komin í joggarann og hafði hreiðrað um mig í sófanum og ég ákvað að láta tilleiðast og kíkja í 5 mín. í partý í Bollakot 3... endaði þar í nettum drykkjuleik og svo á kaffihúsinu í þvílíkri sveiflu að annað eins hefur ekki sést... sá líka Óla Páls ganga á glugga og brjóta rúðuna.... þetta kvöld var bara abstrakt !!!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com