VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

16.10.04

Fór á málþing um sveitastjórnarmál í dag í boði SUS og Miðgarðs. Þetta var mjög áhugavert málþing og mér fannst ýmislegt renna upp fyrir mér sem ég hafði ekki pælt í áður. Það er reyndar of langt mál að fara út í þessar umræður hér en í stuttu máli sagt er ég fylgjandi sameiningu sveitarfélaga upp að vissu marki. Einnig finnst mér að reka þurfi sveitarfélögin betur, það þarf að pæla betur í því hvernig á að borga hlutina og eyða skv. því, ekki að láta skattgreiðendur alltaf borga brúsann eftir á..... Einnig leiðist mér sú umræða að allt sé í kalda kolum í Reykjavík, mér finnst frekar að það eigi að leggja áherslu á að það sé gott að búa í Reykjavík en hins vegar gæti það verið betra..... það er ekki ásættanlegt að Reykjavík hafi dregist aftur úr meðan góðæri hefur ríkt í samfélaginu.

Annars var ball með Kalla Bjaddna í gær. Ég fór ekki sökum mikillar þynnku e. fimmtudagskvöldið.... váts hvað maður var skrautlegur þar... heldur horfði ég á Idolið upp í sófa með Sigrúnu minni og svo fórum við bara snemma í bælið.... jamm mar var alveg búinn á því...
Annars heppnaðist Idol kvöldið mjög vel og ég held að fólk hafi skemmt sér prýðilega nema kannski Sigrún sem að lenti í slag!!!! Er öll útklóruð eftir cat-fight he he he.... nei þetta er ekki fyndið..... ræsk ræsk .. kannski samt smá....

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com