VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

19.10.04

Ok nú hef ég endanlega sannfærst um að Survivor sé ekki samið fyrir fram.... Í fyrsta lagi eru allir sætu strákarnir farnir nema einn, í öðru lagi eru flestar gellurnar farnar og í þriðja lagi er þetta eitthvað voða boring.... Gaurinn með össur er ennþá og einhverjar gamlar kellingar ... ekki mjög sexy ... annars sit ég núna í Stjórnun og stefnumótun inn í Kringlu. Það vantar bara að hafa kveikt í arninum því hér liggjum við öll meira og minna í leðursófum og úti er allt á kafi í snjó og það hvín í vindinum.
Mamma og pabbi komu í mat á sunnudaginn til mín og ég eldaði rosalega góðan mat og stóra og feita súkkulaði köku í eftirrétt ummmm :-) við matarborðið sköpuðust eldheitar pólitískar samræður og það var mikið hlegið og mikið gaman.... við Sigrún sötruðum meira að segja hvítvín svo þar fauk bindindið mitt sem að ég ákvað að fara í milli ælanna á föstudaginn út í veður og vind... það er einhvers staðar þarna út í skafli!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com