VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

21.10.04

Heldur betur fjör á málstofu í dag en þar var mættur (ofurkratinn vil ég meina) Styrmir Gunnarsson ritstjóri Moggans. Hann var þar að tjá sig um þjóðfélag nútímans með meiru, sem sagt pylsa með öllu. Í lokin, eins og venja er á þessum blessuðu málstofum, var svo orðið laust og Heiðar nokkur Lár ofursjalli vogaði sér að spyrja um valdablokkir og hringamyndun ...... og Styrmir bara missti það .... ég sver hann varð verulega reiður, sagði að Mogginn hefði alltaf barist gegn blokka og hringamyndun og fundið sjálfur upp orðatiltækið Kolkrabbinn... hann hreinlega öskraði á Heiðar.... ég sem sat og beið pen með mína spurningu hætti snarlega við þegar að ég sá Styrmi spúa eldi og ösku yfir aumingja Heiðar ...... býð ekki í þetta ;-)
Annars sagðist Styrmir vilja breyta stjórnskipaninni og talaði um að auka beint lýðræði. Ég er þokkalega ósammála því, því að ég hef ekki eins mikla trú á borgurunum og Styrmir kallinn og tel fólk upp til hópa vera fífl sem að nenna ekki að setja sig inn í hluti. Svo vildi Styrmir hækka útsvar til að borga kennurum hærri laun og því er ég líka ósammála. En hins vegar var ég sammála honum um að ekki eigi að vera svona mikið bil milli tekjuskatts og fjármagnstekjuskatts. En nóg um málstofu dagsins.... og yfir í matarmál...
er að springa núna, ég er svo gegt södd..... var í mat hjá Bjarka og Ömma og fékk lasagnia. Það var meiriháttar gott og þakka ég þeim fyrir málefnalegar umræður sem að snerust aðallega um að MR væri lélegur skóli, konur ættu að vera ofaní frystikistu eða við eldavélina, konur töluðu of mikið og hvað ég væri lítil!!! jamm svona er illa memmann farið :-)

og að lokum... ohoo þetta er erfitt líf því að ég er :

Not a Girl, Not Yet a Woman

Inside you've got the passion and ideals of a teenager
And your intensity for life is what attracts most of the men you date
You also like to party - and quite often you're the life of the party
You've brought the best of your younger years with you... at least most of the time.

Are You a Girl or Woman? Take This Quiz :-)

Find the Love of Your Life (and More Love Quizzes) at Your New Romance.


|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com