VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

24.6.05

Eldfjallameðferð – orka úr íslenskri náttúru

Meðferðin byrjar á því að virkum náttúrulegum hveraleir er nuddað á líkamann og síðan pakkað inn og látinn hvílast. Leirinn dregur í sig eiturefni úr líkamanum hefur mjög kælandi og slakandi áhrif. Á meðan er boðið upp á slakandi svæðanudd á fótum. Leirinn er þveginn af í sturtu og í kjölfarið er djúpt nudd í 40 mín þar sem unnið er á þrýstipunktum. Unnið er á streitu og þreytu og líkaminn endurnærist. Í lokin er boðið upp á hreinsandi te til að hámarka áhrifin. Leirinn, olían og teið í þessari meðferð er allt unnið úr íslenskum náttúruafurðum. Lengd 80 mín

Þessa meðferð fer ég í á morgun, úff hvað ég hlakka til :-)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com