Ja, ég sit ekki auðum höndum.. synd að segja það. Ýmislegt sem að drífur á daga manns. Tók próf í síðustu viku. Þetta var próf í samkeppnisrétti en ég tók hann í fjarnámi meðan að ég var úti í Þýskalandi. Prófið gekk skítsæmilega, hefði reyndar viljað fá meiri tíma og hljóma núna eins og rispuð plata.
Skilaði svo 25% verkefni á laugardaginn. Reyndi að drusla mér í gegnum 137 bls. í skaðabótarétti svo ég hefði eitthvað viturlegt fram að færa. Sofnaði hvað eftir annað í kaflanum um þróun skaðabótaréttar og sá ekki að sá kafli kæmi þessu verkefni við.
Annars er fínt að skella sér 2 daga í viku upp á Bifröst. Skrýtið að rölta um gangana og reyni ég að heilsa öllum sem að ég gæti mögulega einhvern tímann hafa séð eða heyrt. Mar er að reyna að halda skólanum í “kammó” stemmningunni, bara svona upp á gamla tíma.
Virðist sem svo að ég sé samt í heldur leiðinlegum/strembnum afleiðukúrsi á mánudagsmorgnum! Kannski að hann sé leiðinlegur af því að ég skil ekki boffs, vona að ég fari nú að líta í bók í þeim kúrsi.
_______________________________________
Skellti mér á tónleika í Laugardalshöll ekki alls fyrir löngu. Þeir voru fínir. Ég þurfti náttúrulega samt áfallahjálp eftir áróður mikinn um að virkjanir væru runnar undan rifjum Satans og Illvirkjun stefndi lífum og limum í hættu.
Heyrði líka skemmtilegt spjall í sætaröðinni fyrir aftan mig:
Stelpa: Það er bara nokkuð til í þessu sem að verið er að segja hérna
Strákur: Já ég er ekki frá því bara
Stelpa: Ég meina maður náttla býr bara niðrí bæ og lætur sér fátt um finnast að það sé verið að reisa eitthvað ferlíki fyrir austan.. ég meina maður myndi segja eitthvað ef að það kæmi bara allt í einu álver á Reykjanesi!
Strákur: já immit, þá yrði maður fyrst brjálaður
Stelpa: já pældu í því ef að það yrði bara reist álver rétt fyrir utan Reykjavík!!!!
Já maður getur ekki annað en glaðst yfir æsku vor lands
ps. trúbadorarnir voru bestir og ég er ekki frá því að mér hafi vöknað um augun þarna í einu laginu.
______________________________________
Mér veittist sá heiður á dögunum að halda á Eiríki Tuma undir skírn. Það tókst vel þótt ég segi sjálf frá en ég barðist þó við harðsperrur í nokkra daga á eftir. Bjóst ekki við að 8,2 kg. tæku svona í og svo er gaurinn svo sterkur líka. 20 mínútna work out á laugardagseftirmiðdegi, ekki slæmt það. Veislan var annars vel heppnuð og litli kútur algjör stjarna eins og við var að búast.
<< Home