VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

19.1.06

Muniði, maður fékk stundum að vera umsjónarmaður í bekknum sínum í grunnskóla. Þegar að maður var umsjónarmaður hjálpaði maður kennaranum að safna saman úrlausnum og þurrka af töflunni. Aðalsportið fólst, hins vegar, í því að ná í drykkina í nestistímanum. Þá safnaði maður saman trópí/svala/kókómjólkur-miðunum og fór með þá fram og kom svo færandi hendi með drykkina.
Snemma beygist krókurinn því ég snobbaði þá líkt og núna og fannst flottara að fá Trópí en Svala. Svali var mun ódýrari og foreldrar mínir sáu ekki sama dýrðarljóma yfir Trópí og ég og ég sat því uppi með sítrónusvalamiða. (Sítrónusvali var skör hærri en appelsínusvali) Er líða tók á vetur, þarna forðum daga, þá sá ég þó við þessu hallæri og tilkynnti því foreldrum mínum einn daginn að nú væri ég hætt í þessum ávaxtadrykkjum og vildi kókómjólk.
Kókómjólkin var nefnnilega súkkulaði í snobbleik drykkjanna í nestistímunum.
_________________________________________________

Ég sá fáránlega flotta íbúð á netinu og langar núna að fara að vinna og kaupa mér hana. Fresta mastersnámi, vinnu í London eða hjálparstarfi í S-Amríku fyrir flotta íbúð og gott starf. Já nr. hvað eru þessar nærbuxur? Ég þarf hjálp... skipti um skoðun eins og ja... ég segi það aftur nærbuxur!

_________________________________________________

Fór í leikhús ekki alls fyrir löngu og sá Eldhús eftir máli. Gott leikrit þar á ferð. Fjallaði um stöðu/ímynd/stereotýpu kvenna. Margir góðir punktar og ég hló oft. Mér fannst leikararnir standa sig mjög vel og urðu þeir oft dáldið "kreisí" í túlkun sinni. Jarmið í lífsgæðakapphlaupsádeilunni var brill (þeir skilja sem að hafa séð). Ég elska að fara í leikhús, þ.e. þegar að leikritin eru góð. Mér finnst hins vegar fátt verra en að sitja á hundleiðinlegu leikriti. Himin og haf, himnaríki og helvíti... svo mikill er munurinn.

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com