Ýmislegt
Í þessum pistli verður smá gagnrýni á Kaffibrennsluna, Te og kaffi og veitingastaðinn í IKEA.
Ég fór á deit ekki alls fyrir löngu og við völdum að hittast á Kaffibrennslunni. Þetta var á eftirmiðdegi og þess vegna var tilvalið á fá sér köku. Ég fékk mér 2falda súkkulaðiköku og gat valið mér rjóma eða ís með. Hann valdi sér peacan-pie með ís. Kökurnar voru báðar mjög góðar og sneiðarnar rosalega ríflegar... eila ofstórar ef að eitthvað er... ég fékk líka jarðarber með minni sneið og gat ekki fyrir mitt litla líf klárað skammtinn minn. Svo fékk ég mér líka swiss mocca. Niðurstaðan:
Kaffibrennslan: *** (núna er ég að gefa fyrir kökur ekki mat) þjónustan var fín og kökurnar góðar og stórar sneiðar, hins vegar sýndist mér þetta vera soldið dýrt.
Nú ég fór líka á deit á Te og kaffi (mætti halda að ég byggi í Amríku) og þá fékk ég mér líka köku. Í það skiptið varð ostakaka fyrir valinu og fengum við okkur bæði það sama. Ostakakan var mjög góð en þjónustan frekar hæg.. verðið var skárra en á Kaffibrennslunni Niðurstaða:
Te og kaffi: *** (hér er líka bara verið að tala um kökur)
Nú við Katrín og Sverrir röltum í gegnum IKEA ekki alls fyrir löngu. Vorum svo allt í einu voða svöng og ég fór í 1. skipti inn á matsölustaðinn þar. Ég fékk mér beyglu, Katrín samloku og Sverrir sænskar kjötbollur. Kjötbollurnar voru bestar og ekkert varið í þetta brauð. Sænsku kjötbollurnar hjá ma og pa voru samt svo þúsund sinnum betri. Þetta er náttla svona mötuneyti og kannski ekki sanngjarnt að bera þetta saman við matsölustað... hins vegar verð ég að segja að ég held að ég kaupi mér bara pulsu við útganginn næst þegar að ég verð svöng í IKEA. Niðurstaða:
IKEA: *
Efnisorð: Bíó og matur
<< Home