VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

19.4.06

Um páskana lögðum við systur land undir fót og drifum okkur austur fyrir fjall. Foreldrar hans Sverris eru að byggja bústað með dyggri hjálp Sverris sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að bústaðurinn er svona miðaldabústaður! Það er t.d. ekki einn einasti nagli í honum og hann er allur í útskurði og með gamaldags hurðum og þannig... hann er alveg meiriháttar flottur og á sér engann sinn líkan ... ja nema kannski Auðunarstofu.. en pabbi hans Sverris byggði hana líka.
Það var meiriháttar að koma og fá að skoða og bústaðurinn er mikil listasmíði. Við grilluðum líka og átum góðan mat saman við langborð og horfðum á eldinn í kamínunni. Yndislegt!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com