Kosningar
Ég horfði á oddvita Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar takast á í gær á NFS. Loksins kom fiðringurinn í magann minn, kosningafiðringurinn og það rifjaðist upp hjá mér af hverju ég hef yfirleitt gaman að pólitík. Mér fannst kosningabaráttan einhvern veginn byrja í gær og fannst Vilhjálmur og Dagur báðir þónokkuð sterkir. Dagur tapaði sér t.d. ekki í orðalengingum og "íslensku"kjaftavaðli og Vilhjálmur var svona jákvæðari en oft áður. Mér fannst mjög gaman að heyra þá takast á. Ég gat ekki betur heyrt en að Villi vilji flugvöllinn ekki burt. Hvernig væri bara að viðurkenna það. Ég held til að mynda að Frjálslyndir sópi að sér atkvæðum út af skýrri stefnu í flugvallarmálinu og svo hefur maður reyndar líka heyrt að Guðrún Ásmundsdóttir heilli alla gamlingjana upp úr skónum. VG flakkar svona á milli 1-2 manna og ég í raun skil sjónarmið kjósenda allra framangreindra flokka. En ég skil ekki hverjir kjósa þetta leim ex-bé framboð og sýnist að margir séu sammála mér þar. Ég er eiginlega farin að vorkenna Birni Inga, svo illa er talað um hann út um alla borg.. fólki finnst hann brosa perralega, vera krípí, ósannfærandi, með fáránlegar hugmyndir o.s.frv. ..... en það er víst ekki staður né stund fyrir vorkunnsemi þegar að kemur að pólitík.
________________________________________________
Ég vil benda ykkur á gott viðtal í Tímariti Morgunblaðsins sl. sunnudag. Viðmælandinn var Guðrún Erlendsdóttir fráfarandi hæstaréttardómari. Þetta viðtal var velskrifað og Guðrún er mjög áhugaverð kona, brautryðjandi á sínu sviði og góð fyrirmynd. Endilega lesið þetta viðtal, það er frábært.
Efnisorð: Hugleiðingar um pólitík
<< Home