Hvað skal kjósa?
Vinstri grænir eru með “fallegustu” stefnuna en það kemur ekki nægilega skýrt fram hjá þeim hvernig fjármögnun skuli háttað. (hækka skatta?) VG leggur einnig áherslu á jafnréttismál og umhverfið í meiri mæli en hin framboðin. Framsókn er klárlega með “vitlausustu” stefnuna en þeir mega eiga það að það er hægt að hlægja að henni!
Nú svo er það náttúrulega fólkið á bak við málefnin! Hvern vill maður sjá sem borgarstjóra??? Og hverjum treystir maður best til að gera Reykjavík að betri borg?
Leikskólinn
Sjálfstæðisflokkurinn: Boðar almenna gjaldskrárlækkun í öllum borgarreknum leikskólum, 25% 1. september 2006.
Foreldrar greiði aldrei fyrir fleiri en eitt barna sinna sem dvelja á leikskóla samtímis. Sérstakar smábarnadeildir í leikskólum. Gæsluvellir verði opnaðir á ný.
Samfylkingin: Vill gjaldfrjálsan leikskóla í áföngum, fjölga leikskólaplássum fyrir yngsta aldurshópinn. Vannýtta gæsluvelli má nýta til að hýsa samrekstur áhugasamra dagforeldra.
Framsókn: Gjaldfrjáls leikskóli fyrir öll börn frá 18 mánaða aldri og uppbyggingu smábarnadeilda í leikskólum Greiða foreldrum barna yngri en 18 mán. 50 þúsund krónur á mánuði og brúa þannig bilið þar til leikskólavist fæst.
Frjálslyndir: Gjaldfrjáls leikskóli fyrir börn frá 2ja ára aldri og efla dagforeldrakerfið vegna þess að það sé gott fyrir börn að vera í smærri hópum meðan þau eru innan við eins árs aldur.
Grunnskólinn
Sjálfstæðisflokkurinn: Vill raunverulegt val um skóla bæði hvað varðar rekstrarform og staðsetningu. Heilsuátak í öllum grunnskólum, þar sem öllum börnum verður m.a. tryggð heit gæðamáltíð í hádeginu sem aldrei skal kosta meira en nestisgjald.
Samfylkingin: Vill draga úr miðstýringu í menntakerfinu og auka sjálfstæði einstakra skóla til að móta eigin aðferðir og áherslur.
Framsókn: Vilja skólabúninga, hollustuna á oddinn og sálfræðiþjónustu inn í skólana.
Frjálslyndir: Engin skólagjöld og frelsi skóla til að velja sér skólastefnu og valfrelsi foreldra til að velja skóla aukið.
Aldraðir
Sjálfstæðisflokkurinn: vill gera eldri borgurum kleift að búa á eigin heimili svo lengi sem þeir kjósa og efla og samræma heimaþjónustu og heimahjúkrun
Lækka fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði
Gera stórátak í byggingu hjúkrunarheimila í samvinnu við ríkið og byggja 200 þjónustu- og leiguíbúðir fyrir eldri borgara.
Samfylkingin:Vill að öll málefni aldraðra verði færð til sveitarfélaganna og bæta þannig þjónustuna með þvi að efla heimaþjónustu og heimahjúkrun, byggja fleiri hjúkrunarheimili. Vilja þjónustutryggingu. Sem þýðir: Ef þjónustan dregst óeðlilega skapast réttur til greiðslu.
Framsókn: Tryggja rétt aldraðra til einkalífs og ókeypis í strætó fyrir þá.
Frjálslyndir: Lækka fasteignaskatta aldraðra og öryrkja og gera þeim kleift að búa í sínu eigin húsnæði. Fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimaþjónustu.
Skipulagsmál
Sjálfstæðisflokkurinn: Geldinganes: Fyrstu lóðum úthlutað á árinu 2007, íbúafjöldi getur orðið um 10 þúsund. Vatnsmýri: Flugvellinum verði fundinn annar staður á höfuðborgarsvæðinu. Fyrstu lóðunum úthlutað utan helgunarsvæðis flugvallar i byrjun árs 2008. Íbúafjöldi getur orðið um 8 þúsund. Örfirisey: Skipulagi fyrir 1. áfanga eyjabyggðar verði lokið árið 2008, íbúafjöldi getur orðið um 6 þúsund.
Samfylkingin: Vill hefja undirbúning að flutningi flugvallarins úr Vatnsmýri á næsta kjörtímabili og vill vinna að því að 6000 íbúðir og sérbýli af öllum stærðum og gerðum rísi í Reykjavík á næstu árum, á Slippasvæðinu, í miðborginni, við Elliðaárvog, í Úlfarsársdal, Vatnsmýri og við Hlemm.
Framsókn: vill úthluta 1200 sérbýlislóðum. Í desember á þessu ári verður úthlutað 600 lóðum fyrir sérbýli í Úlfarsárdal.Í maí 2007 verður úthlutað 400 sérbýlislóðum til viðbótar í Úlfarsárdal. Í desember 2007 verður úthlutað 200 sérbýlislóðum í Úlfarsárdal. Flugvöllurinn verði áfram í Reykjavík en færður út á Lönguskerin.
Frjálslyndir: Í Vatnsmýri á að rísa öflugt vísinda- og þekkingarþorp og flugvöllurinn á að vera þar áfram.
Samgöngumál
Sjálfstæðisflokkurinn: Vill Sundabrautina alla leið upp á Kjalarnes i einum áfanga.
Mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og vill leggja Miklubraut í stokk að hluta þar sem byggðin er næst
Samfylkingin: vill fjölgun samgönguæða til borgarinnar og frá með Öskjuhlíðargöngum og Sundabraut alla leið upp á Kjalarnes. Vilja öflugar almenningssamgöngur og setja Miklubraut í stokk og tryggja öruggar göngu- og hjólaleiðir í öllum hverfum.
Framsókn: Sundabraut. Botngöng á ytri leið. Fjórar akreinar alla leið upp á Kjalarnes.Miklabraut lögð undir Kringlumýrarbraut og þannig greitt fyrir umferð á hættulegustu gatnamótum landsins. Vatnsmýrin. Aðgengi að Vatnsmýri tryggt til framtíðar með Öskjuhlíðargöngum
Frjálslyndir: Sundabraut verði lögð á ytri leið, eins fjarri íbúabyggð og mögulegt er. Sundabraut verði í göngum með góðum tengingum við stofnbrautakerfi borgarinnar. Fyrsti áfanginn verði í göngum undir Elliðavog með uppkomu við Gufunes. Þá taki við brú yfir Eiðisvík í Geldinganes, til að varðveita viðkvæma náttúru og lífríki við Blikastaðakró, en þar fari Sundabraut aftur í göng undir Leiruvog með uppkomu í Víðinesi og loks á brú yfir Kollafjörð.
Frítt í strætó fyrir börn, ungmenni, aldraða og öryrkja. Hraðvagnar aki á milli hverfa og eftir aðalleiðum en fari ekki um íbúðahverfin.
Efnisorð: Hugleiðingar um pólitík
<< Home