Útskrift og kosningar
Í gær útskrifaðist ég og nú megiði kalla mig Frk. viðskiptalögfræðing ;) Það verður þó aðeins í skamma stund því markmiðið er að vera virðuleg ung dama með Bs í viðskiptalögfræði og mastersgráðu í lögum. En ég ætla samt að njóta þess að hafa náð þessum áfanga í sumar meðan að ég sóla mig á Austurvelli (er það ekki annars það sem að þessir viðskiptalögfræðingar gera?). Nú þar sem að montbloggunum mínum hefur fjölgað á þessu ári ætla ég að setja inn eitt svona lokamontblogg. Ég fékk 9 fyrir Bs-ritgerðina mína en það er hæsta einkunn sem er gefin fyrir Bs-ritgerð í lagadeildinni. (Mér finnst þið í raun eiga heimtingu á því að vita hvað ég fékk fyrir hana þar sem að ég nánast verið með hana á heilanum sl. mánuði!) Ég hef náð að selja ritgerðina til fyrirtækja svo að ég er með örlítið minna samviskubit yfir því að liggja í sólbaði fram í júlí.
En aftur að útskriftardeginum. Hann var sólríkur og allir útskriftarnemendurnir í skýjunum, eins og gefur að skilja. Hins vegar fannst mér kosningaúrslitin vera slæm (út af ex-bé) og enn fer það þannig að Framsókn slefast inn, hvað er þetta með Framsókn og ekkert fylgi en alltaf í oddaaðstöðu! Æ pirrandi. Í dag er hins vegar annar í útskrift, fáið nánari fréttir síðar.
<< Home