
Einn af mínum bestu vinum, hann Ögmundur Hrafn Magnússon, á afmæli í dag. Ég kynntist honum fyrir 3 árum þegar að við hófum bæði nám við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Við sátum í stjórn Skólafélagsins saman og fórum svo í skiptinám til Luneburgar á sama tíma. Núna erum við í sama mastersnáminu svo ég er víst "stuck with him" í a.m.k. ár í viðbót. Ömmi er mjög góðhjartaður ungur drengur sem vill allt hið besta fyrir vini sína. Hann er líka mjög rómantískur og hefur unnusta hans, hún Íris, ekki farið varhluta af því. Í dag er hann 24 ára gamall en stundum held ég að hann sé 18 ára....... get sagt ykkur margar sögur af strákapörum hans he he he... en ég var víst búin að lofa að halda þeim svæsnustu fyrir mig. Ég hef farið með honum til Amsterdam (nokkrar sögur þar!!) og Rómar (þar sem að hann var gædinn minn ;), hann tekur í vörina (oj vond lykt) og rekur sitt eigið fyrirtæki! Mér finnst ég rosalega heppin að hafa kynnst honum og er stolt af því að eiga hann að sem vin. Innilega til hamingju með afmælið Ömmi minn... og bara svo að þú vitir það, þá hef ég aldrei hitt ömmu hans Bjarka!!!
Efnisorð: Afmælisbarn dagsins
<< Home