
Mér gekk ágætlega í munnlega prófinu mínu í morgun. Ég fékk ekki það efni sem að ég er best að mér í en heldur ekki það versta svo ég er sæmilega sátt. Er ennþá að bíða eftir munnlega prófinu þar sem að ég fæ akkúrat MÍNA spurningu og get í kjölfarið sýnt snilligáfu mína :)
Annars er það nú helst í fréttum að ég er á leið í vikuferð til útlanda með mínum ektamanni. Við byrjum á því að fljúga til Köben þar sem að stefnan er tekin á góða veitingastaði, myndatökur hjá litlu hafmeyjunni (hef oft komið til Köben en aldrei séð hana), tívolíið

Efnisorð: Skóli
<< Home