VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

14.8.06

Gleðifréttir

Mér gekk ágætlega í munnlega prófinu mínu í morgun. Ég fékk ekki það efni sem að ég er best að mér í en heldur ekki það versta svo ég er sæmilega sátt. Er ennþá að bíða eftir munnlega prófinu þar sem að ég fæ akkúrat MÍNA spurningu og get í kjölfarið sýnt snilligáfu mína :)

Annars er það nú helst í fréttum að ég er á leið í vikuferð til útlanda með mínum ektamanni. Við byrjum á því að fljúga til Köben þar sem að stefnan er tekin á góða veitingastaði, myndatökur hjá litlu hafmeyjunni (hef oft komið til Köben en aldrei séð hana), tívolíið og Strikið. Annars bara almennt tjill og yndislegheit. Þann 31. ágúst munum við svo fljúga til Genf þar sem að Einar verður að vinna næstu 6 mánuði. Mér finnst frábært að geta fylgt honum svona út og séð íbúðina sem að hann fær. Svo hef ég líka aldrei komið til Sviss og ligg núna yfir túristasíðum um Genf, hvað sé markvert þar að sjá. Svo ef að þið hafið komið til Genf þá bendið mér endilega á eitthvað sniðugt og einnig ef að þið getið mælt með veitingastöðum í Köben.

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com