Próflestur, stelpukvöld og aftur próflestur
Ég leit upp úr bókunum á föstudagskvöldið síðasta. Tinna, Diljá og Tótla kíktu uppeftir til mín, hingað á Bifröstina, og við snæddum saman, kjöftuðum og höfðum það huggó. Diljá sýndi listræna takta í myndatökum.....Svo gistu þær allar hérna, þrjár í rúminu og ein á gólfinu. Það var ekki að spyrja að því.. við fórum í rosa koddaslag svo fjaðrirnar þyrluðust um herbergið og hoppuðum í rúminu þangað til að gormarnir skutust upp úr dýnunum!!
Annars er ekkert að frétta. Bara lestur og aftur lestur. Fer í munnlegt próf fyrir hádegi á morgun og svo byrjar nýr kúrs e. hádegi en það mun vera Stjórnsýsluréttur. Klára svo mánudaginn eftir viku þ.e. 21. ágúst. Það verður ljúft ;)
Efnisorð: Skóli
<< Home