VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

17.8.06

Pósturinn

Ég ákvað að hvíla mig aðeins á skólabókunum og tók mér Póstinn í hönd. Pósturinn kemur sko út á fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili á Vesturlandi.

Fyrst rak ég augun í eftirfarandi smáauglýsingar:

-Haglabyssa. Til sölu Gazella hálfsjálfvirk haglabyssa. 5 skota. 3 þrengingar, lítið notuð og vel með farin. Fæst á góðu verði. (ok hjálp)

-Til sölu blár, kringlóttur IKEA-stóll úr plasti sem hægt er að setja ljós inní. Verð kr. 500. (ok hjálp)

-Til sölu Nissan Almera, árg. 1998, beinskiptur, ekinn 124.000 km, álfelgur. Gullfallegur bíll. Skipti á ódýrari bíl/fjórhjóli. (Ég á sjálf svona bíl, meira að segja yngra módel. Gullfallegur... ekki sjéns.. og skipti í ódýrari... það verður þá að vera hjól)

Nú þegar að ég hafði rennt yfir smáauglýsingarnar þá ákvað ég að kíkja hvað væri nú svona helst á döfunni. Nú ég sá að það verður:

-Æðruleysismessa á sunnudaginn

-Bændamarkaður á laugardaginn en á honum má finna sauðaosta, hvannamarmelaði, hákarl og margt annað góðgæti.

-Markaðsdagur á Skaganum en þar er hægt að kíkja á varning hjá tjaldverjum og hlusta á harmonikutónlist.

-Nú Gáma er opin lengur á mánudögum

-Reiðnámskeið í Kúludalsá í Innri-Akraneshreppi

Svo var ábending til þeirra sem að vita mögulega eitthvað um fíkniefni þ.e. meðferð og sölu að hafa samband og koma ábendingum í talhólf Lögreglunnar á Akranesi 871 9550.

Já það er gott á búa á Vesturlandi.

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com