Líkamsrækt
Í dag fór ég í 1. tímann minn í Body pump. Þetta eru svona líkamsræktartímar þar sem að maður er látinn lyfta lóðum og beygja sig og bugta. Ég blés varla úr nös fyrr en í endann sem þýðir að annað hvort er ég í svona rosalega góðu formi eða þá að ég var með of létt á stönginni.... ég hallast hinu síðar nefnda.
Við lyftum í takt við misskemmtilega tónlist, aðallega skemmtilega samt og meðan Mattý leiðbeindi mér þá einblíndi ég á rassinn hennar Önnu (hann gaf mér styrk) og ef ég leit örlítið til hliðar þá sá ég Birnu sveitta með lóð, eða voru þetta lóð með Birnu??
Eftir tímann fór ég svo í Yoga. Fyrst vorum við bara eitthvað að anda, djúpt og oní maga og tæmdum svo brjóstið fyrst þ.e. á undan maganum. Svo tókum við víxlöndun sem var kannski ekki það besta fyrir mig þar sem að hægri nösin mín er eitthvað stífluð. Mér lá því við köfnun en náði að redda mér. Því næst stóð ég á einum fæti með hinn út í loft og leit út eins og fríking karate kid meðan ég fetti mig og bretti. Tíminn endaði á góðri slökun þar sem að ég náði að einbeita mér svo vel að ég sökk næstum niðrí gólfið.
Í dag hef ég svo eingöngu étið græna skóga, trefjar og prótín...
....ég sleppti samt eplinu kl hálf níu....
Efnisorð: Daglegt líf
<< Home