Mikilvægt skref
Ég hef tekið mikilvægt skref. Ég hef skráð mig sem félaga í Amnesty á Íslandi. Einnig hef ég skráð mig sem félaga hjá Rauða krossinum. Ég hef einnig áhuga á að gerast sjálfboðaliði fyrir Rauða krossinn og sent inn erindi þess efnis.
Ég vil að heimurinn verði betri staður og ætla að byrja að leggja mitt af mörkum.
Núna verður Marín ánægð með mig :):)
Hvað varðar mig sjálfa er ég byrjuð í jóga.
"Yoga hjálpar okkur að skilja, skilja okkar raunverulegu þarfir og hlusta á viskuna sem er innra með okkur öllum. En til þess að geta talið sjálfan sig yogaiðkanda þurfum við að huga að því að hafa undirstöðurnar í lagi. Þær eru það mikilvægasta til að byrja með. Að æfa hinar 10 siðareglur yogafræðanna. Þær kallast Yama – það sem þú skalt reyna að hafa hemil á og Niyama – það sem þú skalt rækta með þér.
Yama er að hafna ofbeldi, lygum ,þjófnaði og græðgi. Lærðu einnig að beisla kynorku þína á jákvæðan máta.
Niyama er að rækta með sér hreinleika, nægjusemi, aga og sjálfskoðun. Lærðu einnig að gefa þig almættinu á vald.
Með því að leitast við að fara að þessum siðareglum ásamt því að stunda öndunaræfingar og yogastöðurnar mun þessi lífstíll hafa jákvæð áhrif á líf þitt."
__________________________________________________________
Efnisorð: heimspeki og já lífið, Hugleiðingar um pólitík
<< Home