Bloggafmæli
Ég átti bloggafmæli í gær. Búin að blogga í 4 ár!!! Diljá kynnti the art of blogg fyrir mér og Eiríkur hjálpaði mér við að gera bloggið voða flott. Ég verð að viðurkenna að mér datt ekki í hug að ég myndi endast svona lengi. Ég skrifaði reyndar dagbók (næstum á hverjum degi) í 10 ár svo þetta er kannski framhald á því. Það er mjög gaman að fletta stöku sinnum í gömlum færslum og sjá hvað maður var að gera fyrir ári eða jafnvel 4 árum! Á þessum 4 árum hefur margt gerst. Fjölmargar utanlandsferðir, Bs gráða, góðra vina fundir, kærasti, nýir vinir, stórafmæli, lítill frændi ofl.
Allaveganna þá sýnist mér ég ekkert vera á leiðinni að hætta í bili. Þeim sem að nenna að lesa þetta þakka ég fyrir. Hér getiði lesið 2 fyrstu færslurnar skrifaðar fyrir 4 árum.
Efnisorð: Afmælisbarn dagsins, Daglegt líf
<< Home