VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

30.1.07

Áfram Ísland!!

Þvílík vonbrigði að tapa fyrir Dönum. Það munaði svoooo litlu og mér fannst þetta bara spurning um guð og lukkuna þarna í endann. Snorri var gjörsamlega frábær í þessum leik og reyndar allir íslensku leikmennirnir. Þessi ósigur var bara ömurlegur! En mótið er ekki búið. Við eigum 2 leiki eftir og nú er bara að taka Rússana á fimmtudaginn. Mér finnst bara gjörsamlega frábært að vera komin svona langt og hlakka til að sjá þá gera úti um rússneska björninn :o)
Svo á pabbi afmæli í dag og ég óska honum til hamingju með daginn. Hann verður nú barasta unglegri með hverju árinu! Það er ekki að því að spyrja að maður er með góð gen :)

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com