VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

19.6.07

Til hamingju með daginn skvísur!!

Jæja þá er ég komin í sumarskapið! :) búin með skýrsluna sem endaði í 45 bls... og hún er farin til Madrid. Sé hana ekki meir hehe... Næst á dagskrá er því mastersritgerð. Mér var boðið að vinna spennandi mastersverkefni og segi ykkur frá því þegar að nær dregur. Ætla að byrja á að sækja um það núna í vikunni og sanka að mér heimildum. Stefni á að skila rannsóknaráætlun sem fyrst.

Annars er nóg að gera í social-lífinu. Síðasta helgi var pökkuð. Fór í útskriftarveislur og svo var náttúrulega þjóðhátíðardagurinn. Renndum á Þingvelli og skoðuðum nýja sumarbústað fjölskyldunnar. Hann á að heita Sólvangur og er á rosalega flottum stað við Þingvallavatn nánar tiltekið í Grafningnum. Það verður lúxus að tjilla þar. Það var stuð í útskriftarveislunum og ég dansaði langt fram á nótt. Kúlan var orðin glerhörð en baunabarnið steinsvaf allan tímann. Um leið og ég kom heim og lagðist í bælið þá byrjaði það hins vegar að dansa svo ég sofnaði ekki nærri því strax. Í vikunni þá eru fullt af hittingum. Í kvöld er frænkuárshátíð en við ætlum á A-Indía félagið. Annað kvöld er kaffihúsahittingur með Bjarka og Ömma og matarboð á fimmtdagskv. Svo er ég að vonast til að hitta nýútskrifaðan Kaos-Pilot þ.e. Diljá mína og heyra allt um útskriftina hennar sl. helgi. Fúlt að hafa ekki getað verið með gellunum í Danmörku.

En er ekki málið að skarta bleiku í dag?? Ætla að skella mér í bleikt og fara í sund. Sól í Borgarnesi, hvað annað ;)

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com