VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

25.6.07


Þessi mynd er tekin fyrir 3 vikum. Þarna er ég á 24. viku en er núna á 27. viku. Allt gengur vel. Einar kom heim í gær frá Vín. Hann kom hlaðinn barnafötum og loksins fékk baunin spjör. Ég get ekki annað sagt en að ég hlakki mikið til að komast í nýja húsið og koma mér fyrir t.d. raða barnafötunum í kommóðuna. Sumt af þessu er svo pínulítið að það er BARA krúttlegt. Einar hringdi í mig úr barnafataverslun í Köben og spurði "hvað verður krakkinn eiginlega stór?" he he.. held að það sé nú nokkuð víst að hann verður pjúní. :)
Annars er ég byrjuð á mastersritgerðinni minni. Ég ætla að skrifa um jafnrétti á vinnumarkaði: sömu laun fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf. Rannsóknin felst einkum í því að greina það hvernig starfsmatið fer fram (hvaða störf séu sambærileg og jafnverðmæt) Ég ætla að skoða þetta út frá innlendri og erlendri löggjaf, dómaframkvæmd osfrv. Ég er þegar farin að lesa 600 síðna doktorsritgerð um samskonar efni ;)
Annars skín sólin í Borgarnesi og Einar að fara að koma heim úr vinnunni. Kannski að maður grilli bara?

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com