Fór í mæðraskoðun í gær. Ljósan sagði sinaskeiðabólguna líklegast vera vegna innvortis þrenginga þar sem að ég er ekki með neinn bjúg. Hún ráðlagði mér að fara í bað. Ég er hins vegar mjög dugleg að fara í bað, hreinlega elska það. Liggja með kertaljós í róandi freyðibaði. Alveg toppurinn. Svo pantaðai ég mér meðgöngu yoga disk á Amazon og finnst hann mjög fínn.
Jæja, áfram með skoðununia. Ég var með góðan blóðþrýsting sem hefur ekkert hækkað alla meðgönguna. Hjartsláttur barnsins var góður og legbotninn 33,5. Ljósan hélt að barnið væri ekkert voðalega stórt en ég er með rosamikið legvatn (sem er bara gott mál). Krílið er í höfuðstöðu en ekki búið að skorða sig. Vonandi að það fari ekki eitthvað að snúa sér. Mikið á maður nú líka góðan mann. Einsi kaldi er mjög tillitsamur og ég sé að hann er voða spenntur yfir þessu öllu saman. Á myndinni er ég í nýjum kjól sem að hann keypti handa mér í Vín. Alltaf gaman að fá föt þegar að maður passar ekki í margt :) Jæja nóg um meðgönguna í bili. Næsta blogg verður um eitthvað annað, promise !!
Jæja, áfram með skoðununia. Ég var með góðan blóðþrýsting sem hefur ekkert hækkað alla meðgönguna. Hjartsláttur barnsins var góður og legbotninn 33,5. Ljósan hélt að barnið væri ekkert voðalega stórt en ég er með rosamikið legvatn (sem er bara gott mál). Krílið er í höfuðstöðu en ekki búið að skorða sig. Vonandi að það fari ekki eitthvað að snúa sér. Mikið á maður nú líka góðan mann. Einsi kaldi er mjög tillitsamur og ég sé að hann er voða spenntur yfir þessu öllu saman. Á myndinni er ég í nýjum kjól sem að hann keypti handa mér í Vín. Alltaf gaman að fá föt þegar að maður passar ekki í margt :) Jæja nóg um meðgönguna í bili. Næsta blogg verður um eitthvað annað, promise !!
Efnisorð: meðganga
<< Home