VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

24.9.07

Lífið er brjóstagjöf

Ég get ekki neitað því, eins yndislegt og þetta barnastúss er, þá eru þetta þvílíku viðbrigðin. Maður er bara með eitt lítið viðhengi allan daginn. Litlan mín er líka brjóstasjúk (eins og flest börn get ég mér til) og vill súpa og sofa á brjóstinu ALLAN daginn ;) Í morgun kom hjúkka og skoðaði hana og það munar litlu að fæðingarþyngd sé náð. Gott mál. Daman kúkar reglulega og tottar snuddu svona þegar að henni hentar. Hún er þegar farin að vefja foreldrunum um fingur sér og fær að lulla upp í hjónarúmi allar nætur.
Á laugardagskvöldið eldaði Einar lambafillet handa okkur. Daman var mjög tillitsöm og leyfði okkur að eiga rómantíska kvöldstund meðan að hún svaf á sínu græna. Ég drakk 3 sopa af rauðvíni!! Ekki bragðað neitt áfengt síðan í janúar thank you very much. Yfir dinnernum ákváðum við svo nafn á litluna en það verður leyndó fram í nóvember. Það hefur verið töluverður gestagangur undanfarna daga og prinsessan fengið margt fallegt.
Nú svo eru Marín og Eiríkur búin að nefna litla kút en hann heitir Haraldur Nökkvi. Ekkert smá flott nafn. :)

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com