VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

3.10.07

Harðsperrur

Ég er með harðsperrur!! Fór í fyrsta "alvöru" göngutúrinn í dag, þ.e. tók vagninn og "trítlaði" út. Hildur og Hákon komu í heimsókn og við skelltum okkur á kaffihúsið Geirabakarí, fórum í Bónus og enduðum hjá ömmu og afa í Hamravíkinni. Við komum líka við í bankanum og Einar sýndi samstarfsfólki frumburðinn. Og viti menn, mín er með harðsperrur. Litlan svaf hins vegar allan tímann og er varla með harðsperru? Barnið sefur þvílíkt.

En þvílíkur aumingi er maður orðinn? Hjálpi mér allir og herr Gud osfrv.......

Bifrastargellurnar Lísa, Maja og Tótla voru að fara en þær skelltu sér í heimsókn til mín í sveitina og litlan fékk fleiri pakka. Takk fyrir :)

Ég er hins vegar að hugsa um að teygja á núna!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com