Mamma
ég er mamma! einhvern veginn er það eitthvað svo óraunverulegt! Ég man svo greinilega eftir því þegar að ég lá á ælunni í febrúar sl. og Birna hjúkraði mér. Einar var ennþá í Genf og fæðingin eitthvað svo fjarlæg. Þá hugsaði ég oft "í október verð ég orðin mamma". Og núna er október og ég er orðin mamma. Tíminn líður svo sannarlega hratt. Og þvílíka draumabarnið sem að við eigum. Litla prinsessan okkar sefur bara og drekkur og þvílíka dásemdin að fylgjast með henni þegar að hún er vakandi. Svipirnir og fallegu augun hennar dáleiða okkur foreldrana og ég verð að passa mig á því að knúsa hana ekki of fast eða hreinlega éta hana.
Bæjarferðin gekk vel. Við skelltum okkur í heimsókn í Njörvasundið og hittum Harald Nökkva í fyrsta sinn. Hann er nú BARA sætur og svaf allan tímann. Stóri bróðir skottaðist þarna í kring, algjör rúsína líka. Svo fórum við til afa og ömmu í Selvogsgrunni og þau elduðu handa okkur. Daman svaf meira og minna allan tímann en vaknaði örskamma stund og leyfði fólkinu að knúsa sig. Í gær fórum við svo í mat til ömmu og afa í Hamravíkinni. Fengum nýslátrað lamb og litlan fór í 1. skipti í kjól! Stal náttúrlega senunni og lenti í þvílíku myndatökunum :)
Efnisorð: Barnahjal, Daglegt líf
<< Home