París ó París
Var að horfa á Veggfóður, þáttinn sem að Vala Matt var með fyrir 2 árum. Þessi þáttaröð er endursýnd á morgnana á stöð 2 og ég horfi á hvern einasta þátt. Í þættinum áðan voru þáttarstjórnendur í París. Þar fóru þau upp í veitingastaðinn á toppi Pompedou. Ohoo hann er svo flottur. Við Einar fórum einmitt þangað þegar að við vorum í Paris fyrir rétt rúmu ári. Staðurinn er rosaleg flott hannaður og með útsýni yfir alla París. Í þættinum fóru þau líka á Renault-"safnið" á Champ-Elysees en Einari fannst sko ekki leiðinlegt að setjast í formúlu 1 kaggana þar. Svo var svæðið fyrir utan Louvre auðvitað sýnt og núna langar mig svooo til Parísar en læt minningarnar um frábæra ferð frá því í fyrra duga. Hlakka svo sannarlega til þegar að við Einar skellum okkur þangað aftur. Það er ábyggilega yndislegt að fara þangað fyrir jól og upplifa jólastemningu í París.
Fleiri myndir frá París hér
Efnisorð: Daglegt líf, Ferðalög
<< Home