VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

6.12.07

Ástfangin

Ég er hreinlega ástfangin af litlu sætu stelpunni minni. Hún er svo yndisleg og góð og svooo mikið krútt. Hún er svo brosmild og bræðir mann alveg í smjér. Það er hreinlega yndislegt að sjá góminn hennar og spékoppana þegar að hún brosir. Brosið nær alveg til augnanna hennar og þegar að hún verður æst þá skríkir hún og spriklar í gríð og erg. Ég get ekki beðið eftir því að heyra hana hlægja. Ég hef aldrei séð neitt svona sætt, saklaust og gott. Ég veit að allir foreldrar upplifa þetta með börnin sín og það er svo gaman að fá að upplifa þetta líka. Mér finnst það vera algjör forréttindi að hafa fengið að kynnast henni og hlakka til að fylgjast með henni vaxa úr grasi. Í dag fór hún í pössun í 1. skipti meðan ég skellti mér í strípur. Mér fannst ferlega skrýtið að vera heila 2,5 tíma í burtu frá bestu vinkonu minni. Hún saknaði mín samt ekki neitt, svaf víst allan tímann!!

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com