Stekkjastaur er kominn til byggða
og Herdís María fékk 2 snuddur í skóinn. Hún er líka svona svakalega ánægð með þær. Í morgun fórum við í 3ja mánaða skoðun. Allt leit vel út nema Herdís María mætti þyngjast örlítið betur. Við förum því í aukaskoðun 2. janúar. Herdís María var Skúli fúli þegar að við komum og var ekkert í svaka stuði þegar að hún var vigtuð og mæld. Hins vegar leist henni voða vel á lækninn sinn og brosti til hans þangað til að hann sprautaði hana. Þá var gamanið búið. Litla mömmuhjartað brast næstum þegar að sprautunni var stungið á bólakaf í lærið, æ æ. En Herdís María fékk voða flottan plástur og hætti fljótlega að skæla. Núna ætlum við mæðgur bara að kúra okkur það sem að eftir lifir dags. Biðjum að heilsa öllum, bæði nær og fjær!
Efnisorð: Barnahjal, Daglegt líf
<< Home