VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

14.12.07

Ljós í myrkri, langt og mjótt
markar upphafið hjá þér.
Allt í einu ertu komin
inní heimin, lítil dofin.
Dregur andann hið fyrsta sinn

Þú ert vorið, vindur hlýr
vekur hjá mér nýja kennd.
Og ég græt í gleði minni,
þú gefur mér með návist þinni
svo miklu meira en trúði ég.

Líf.
Ljómi þinn er skínandi skær.
Líf.
Augu þín svo saklaus og tær.
Fegurra en nokkuð annað.
Áhrifin ótvíræð
ég svíf því ég á þetta líf.

Óskadraumur -ásýnd þín.
Ekkert jafnast á við það.
Þó mig þúsund drauma dreymi
þessa stund ég alltaf geymi
í mínu sinni ókomin ár

[texti: Stefán Hilmarsson]

Þessi texti hefur fengið nýja merkingu fyrir mér. Mér fannst þetta alltaf svo fallegt lag og fallegur texti en núna finnst mér það ennþá fallegra og fer ég bara að skæla þegar að ég les hann. Úff mjólkurhormónin eru alveg að fara með mig hehe...

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com