Óveður, Næturvaktin og Love actually
Úff hvað veðrið er brjálað. Við komumst ekki í bæinn í dag. Ljósmyndatakan hennar Herdísar Maríu frestast því fram í janúar. Maður tekur náttúrulega enga sjénsa með krílið. Vonandi að við komumst í kjötbollugerðina á morgun. Það er samt ferlega kósý að vera inni í svona veðri og myrkri. Jólaljósin lýsa upp skammdegið. Reyndar sé ég engin jólaljós nema hérna inni hjá mér núna, það er svartamyrkur úti!
Eigum við að ræða Næturvaktina eitthvað?? Þvílíku snilldarþættirnir. Uppáhaldsþátturinn minn var þegar að Georg réð nýjan starfsmann á stöðina og þeir bonduðu þvílíkt þar sem að starfsmaðurinn hafði líka verið í Svíþjóð og talaði sænsku. Brilljant! En mér fannst mörgum spurningum ósvarað í lokaþættinum. T.d. hvers vegna var Georg svona hræddur við feita gaurinn sem að keypti sér alltaf "pussu"?? Ég þrái hreinlega að vita það! Ég hlýt að fá að vita það í næstu seríu?? Veit ekki hvort að ég sef annars.
Hver er uppáhalds jólamyndin ykkar? Við horfðum á Elf um daginn. Ég hafði aldrei séð hana og fannst hún rosa fyndin. Síðustu 20 mínúturnar voru hins vegar OFamerískar fyrir minn smekk. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað þær voru væmnar ef að ég meikaði þær ekki. Ég held að uppáhaldsjólamyndin mín sé Love actually. Ég er hins vegar að fara að horfa á The holyday núna.
Efnisorð: Bíó og matur, Daglegt líf
<< Home