HERDÍS MARÍA 5 MÁNAÐA Í DAG!
Í dag er dagur elskenda og í dag á Herdís María elska afmæli. Ekkert stórafmæli en jú þó.. hún er 5 mánaða í dag. Þessir fyrstu 5 mánuðir í lífi hennar hafa gengið vel og hún stækkar og braggast með hverjum deginum. Núna er hún farin að rúlla sér á gólfinu. Veltir sér af maga yfir á bak og svo af baki aftur yfir á maga. Hún er líka þvílíkt stinn og getur staðið ef að hún er toguð upp. Hún heldur alveg haus, hlær, hjalar, grípur, færir hluti á milli handa, tekur út úr sér snuðið og stingur því aftur upp í sig. Herdís María er stríðin og stingur tungubroddinum út þegar að hún brosir og stríðir okkur foreldrunum. Hún er aðeins farin að smakka mat og hefur fengið rísmjölsgraut, banana og gulrætur. Við ætlum nú samt að fara varlega í matinn. Herdís María fór í skoðun í gær og hún er 6 kg og 65 cm, hraust og fín. Okkur foreldrunum finnst hún öll að koma til í mannfjölda og hún er farin að leyfa fleirum að leika við sig, hlær bara og skemmtir sér. Herdís María er stundum óþekktarpjakkur og vill ekki fara að sofa. Þá vill hún láta mömmu sína svæfa sig og vill helst vera á kafi á milli brjóstanna á henni! Svo vill hún strjúkast og kúrast og kyssast! enda er hún kysst svona 300þús sinnum á dag. Mamman segist stundum hafa unnið í BARNA-Lottóinu :). Hér er smá myndasyrpa af Herdísi Maríu!
Efnisorð: Barnahjal
<< Home