VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

19.3.08

Las þessa bók fyrir nokkru. Hún var brill! Ég hló mig máttlausa. Becky Bloomwood er yndisleg týpa. Það er ekki oft sem að ég hlæ upphátt þegar að ég les. Ég, hins vegar, grét upphátt þegar að ég las Þúsund bjartar sólir. Sú bók er eftir sama höfund og skrifaði Flugdrekahlauparann. Flugdrekahlauparinn er yndisleg bók sem að snerti mig, ein besta bók sem að ég hef lesið. Þúsund bjartar sólir er bók af svipuðum toga þ.e. fjallar um tvíburasálir þar sem að sögusviðið er Afganistan. Hins vegar finnst mér höfundurinn ganga einu skrefi of langt í henni. Hún er eiginlega yfirgengilega hræðileg á köflum. Mér leið illa þegar að ég las hana og þurfti að fletta yfir bls. í endann, meikaði bókina engan veginn. Ég held hreinlega að ég geti ekki mælt með henni.
Annars verður lítið um blogg næstu daga svo ég segi GLEÐILEGA PÁSKA!

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com