VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

17.3.08

Ber að neðan

Fór í leikhús fyrir nokkru og sá Kommúnuna. Mér fannst þetta hin besta skemmtun. Skemmtilegt og fyndið. Svo fékk maður að sjá bera rassa og "rottur" og nokkur typpi líka! Leikararnir stóðu sig vel og sviðsmyndin var skemmtileg. Gael var voða sætur og mjög fyndinn, tók sig t.d. vel út sem Kínverji! Myndin var samt betri, sumir djókanna voru hreinlega OFfyndnir á sænsku. Það hljómaði einhvern veginn "betur" að heyra Línu Langsokk líkt við kapítaliskt svín og Emil í Kattholti sem andfeminískan á sænsku. Mér finnst svo gaman að fara í leikhús, mikil synd hvað ég fer sjaldan. Svona er að eiga ekki lengur vinkonu sem að vinnur í leikhúsi og gat boðið manni á ófáar sýningarnar ;)
Annars er Arnarkletturinn pestarbæli eins og stendur. Við mæðgurnar vorum hryllilega veikar um helgina og höfum ekki náð okkur. Vonandi verða allir hressir um páskana.

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com