VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

6.9.08

Ég var..

.. aðeins of fljót á mér þegar að ég tilkynnti að veikindavikunni miklu væri lokið. Veikindin héldu áfram og við enduðum með Herdísi Maríu á barnaspítalanum. Eftir alls konar test og skoðanir, röntgen og annað þvíumlíkt var hún sett á lyf við tvenns konar sýkingum, öndunarfæra og meltingarfæra. Við höfum enn ekki fengið niðurstöður úr öllum prufum svo það er bara að krossleggja fingur. Herdís hefur lagast mikið síðan hún byrjaði á lyfjakúrnum og hefur verið hitalaus í 2 daga núna og hin hressasta bara. Hún sefur samt ennþá mikið og er eins og lítill límmiði á móður sinni. Algjört knúsudýr.
Annnars á Eiríkur Tumi sætasti afmæli í dag. Hann er orðinn 3ja ára kallinn. Ég man eftir því þegar að ég sá mynd af honum í fyrsta sinn. Þá var ég stödd á þvottahúsi í Róm. Sat og beið eftir að þvottavélin kláraði og las póstinn minn á meðan. Þá sá ég ET í fyrst sinn, fríðan og feitan... obbossleg fínan. Hann er fínni í dag ef það er hægt :)
Fjölskyldudagur á morgun. Við famelían ætlum að dúlla okkur eitthvað saman, fara í sunnudagsbíltúr og kannski smá göngutúr ef að veður og veikindi leyfa. Kannski við grillum líka.

Efnisorð: , ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com