28 vikur og 12 mánaða
Þá er maður á 28. viku meðgöngu. Alveg ótrúlegt hvað þessi meðganga flýgur áfram. Mér líður mjög vel og virðist vera gerð fyrir að ganga með börn. (skv. ljósmóðurinni í mæðraverndinni). Sjö, níu þrettán segi ég nú bara. En jú þetta hefur gengið ljómandi vel. Litla nýjársbomban okkar er mikill spriklari og sparkar og kýlir mömmu sína reglulega. Hreyfir sig mun meira en Herdís María og mér fannst hún hreyfa sig mikið. Ég hef ekki ennþá fengið sinaskeiðabólguna og ég kvíði henni meira en fæðingunni sjálfri. Ég vona svo innilega að ég sleppi við hana. Svo vona ég náttúrlega líka að fæðingin gangi eins vel og síðast. Hope hope :). Ég hugsa voðalega vel um húðina mína. Hef heyrt að konur slitni stundum á 2. meðgöngu þ.e. ef að þær hafi sloppið á 1. meðgöngu. Annars finnst mér svona slit ekkert ljót og bara sæt merki um að hafa gengið með barn/börn. En ég ber nú samt samviskusamlega á mig rakakrem og olíu. Hef ekkert slitnað ennþá og er sátt með það. Nú fer líka baðtíminn minn að hefjast aftur. Ég var rosalega dugleg að fara í bað á síðustu meðgöngu og ég held að það hafi hjálpað til með að halda bjúgnum í lágmarki. Ég elska að fara í bað og slaka á en viðurkenni að tíminn fyrir það er aðeins minni núna þegar að Herdís María ræður hér ríkjum. Hún er alveg hætt á brjósti daman svo ég fæ núna pásu í ca. 3 mánuði.... og á brjóstin því fyrir mig eina... júhú hahah ;) Litla dís er nú samt ekki alveg búin að gleyma þeim og kíkir stundum niðrí hálsmálið og er aaaa við þau og sleikir á mér bringuna. Hún er næstum farin að ganga og ég held að það komi núna á næstu dögum. Hún er líka duglegri að borða en áður og alltaf eitthvað að bætast við hjá henni. Svo segir hún nokkur orð. Hefur reyndar ekki bætt við sig og er ennþá með datt, takk, þetta, mamma og pabbi. Sagði reyndar tæta um daginn. En hún skilur mun meira. Veit hvað bók er, brauð, drekka, sofa, bolti, snudda, táslur, munnur, kyssa ofl. Ég get sagt henni að ná í snuddunan sína eða boltann og hún gerir það. Svo er ýkt dúlló þegar að ég segi henni að kyssa táslurnar sínar. Mér finnst skilningurinn alltaf að aukast og það er vel hægt að ræða við hana og tjónka við hana ef að hún er með stæla. Jæja nóg í bili um krílin mín.
Þá er maður á 28. viku meðgöngu. Alveg ótrúlegt hvað þessi meðganga flýgur áfram. Mér líður mjög vel og virðist vera gerð fyrir að ganga með börn. (skv. ljósmóðurinni í mæðraverndinni). Sjö, níu þrettán segi ég nú bara. En jú þetta hefur gengið ljómandi vel. Litla nýjársbomban okkar er mikill spriklari og sparkar og kýlir mömmu sína reglulega. Hreyfir sig mun meira en Herdís María og mér fannst hún hreyfa sig mikið. Ég hef ekki ennþá fengið sinaskeiðabólguna og ég kvíði henni meira en fæðingunni sjálfri. Ég vona svo innilega að ég sleppi við hana. Svo vona ég náttúrlega líka að fæðingin gangi eins vel og síðast. Hope hope :). Ég hugsa voðalega vel um húðina mína. Hef heyrt að konur slitni stundum á 2. meðgöngu þ.e. ef að þær hafi sloppið á 1. meðgöngu. Annars finnst mér svona slit ekkert ljót og bara sæt merki um að hafa gengið með barn/börn. En ég ber nú samt samviskusamlega á mig rakakrem og olíu. Hef ekkert slitnað ennþá og er sátt með það. Nú fer líka baðtíminn minn að hefjast aftur. Ég var rosalega dugleg að fara í bað á síðustu meðgöngu og ég held að það hafi hjálpað til með að halda bjúgnum í lágmarki. Ég elska að fara í bað og slaka á en viðurkenni að tíminn fyrir það er aðeins minni núna þegar að Herdís María ræður hér ríkjum. Hún er alveg hætt á brjósti daman svo ég fæ núna pásu í ca. 3 mánuði.... og á brjóstin því fyrir mig eina... júhú hahah ;) Litla dís er nú samt ekki alveg búin að gleyma þeim og kíkir stundum niðrí hálsmálið og er aaaa við þau og sleikir á mér bringuna. Hún er næstum farin að ganga og ég held að það komi núna á næstu dögum. Hún er líka duglegri að borða en áður og alltaf eitthvað að bætast við hjá henni. Svo segir hún nokkur orð. Hefur reyndar ekki bætt við sig og er ennþá með datt, takk, þetta, mamma og pabbi. Sagði reyndar tæta um daginn. En hún skilur mun meira. Veit hvað bók er, brauð, drekka, sofa, bolti, snudda, táslur, munnur, kyssa ofl. Ég get sagt henni að ná í snuddunan sína eða boltann og hún gerir það. Svo er ýkt dúlló þegar að ég segi henni að kyssa táslurnar sínar. Mér finnst skilningurinn alltaf að aukast og það er vel hægt að ræða við hana og tjónka við hana ef að hún er með stæla. Jæja nóg í bili um krílin mín.
<< Home