Sund og krónan
Við Guðný nágrannabumba skelltum okkur í sund um helgina. Fórum báða dagana, syntum 500 m., fórum í pottinn, gufu og kjöftuðum um..... óléttu!! hvað annað?? ;)
Ég var miss skjaldbaka þarna á eftir Guðnýju í lauginni. Synti eins og amma gamla með sundhettuna. En allaveganna þá er sund gott á meðgöngunni, mæli með því.
Svo er maður þvílíkt ósáttur við ástandið á krónunni. Hvernig er hægt að búa á þessu landi með svona sveiflur á krónunni? Ég held að það hafi ekki verið gott að hafa Davíð eins lengi og hann var við völd. Ég meina, dont get me wrong, I like the guy (sometimes) og ber virðingu fyrir honum en... kommon???!!!! Við værum ekki í þessum vandræðum ef að við hefðum gengið inn í Evrópusambandið fyrir ca. 10 árum. Jú jú auðvitað væru hér einhver vandamál en þessar sveiflur á krónunni eru óþolandi, bæði fyrir heimili og fyrirtæki. Ok, ok ég veit að það er fjármálakreppa í öðrum löndum líka en, face it, íslenska þjóðin er EINA þjóðin, sem þarf að sætta sig við að eignir sínar rýrni um 50% á nokkru mánuðum! Ég veit t.d. um dæmi þar sem að menntuð einstæð móðir, sem keypti sér íbúð fyrir 1,5 ári, nær ekki endum saman þrátt fyrir að vinna við það sem að hún er menntuð í + það að hafa fengið sér aukavinnu!!! Er ekki eitthvað að í þessu þjóðfélagi?? Bankabækurnar og sparnaðarreikningarnir eru með áhættusamari fjárfestingum fyrir okkur, gengur þetta upp??? Ég veit að Evrópusambandið er ekki lausn allra vandamála en það er bara helvíti svekkjandi að góðærið sé meira og minna ein stór sápukúla.... allir voða sáttir meðan að vel gekk og ráðamenn sögðu "sjáiði hvað allt er frábært hérna, við þurfum ekki Evrópusambandið" og svo splash.... sprakk sápukúlan og alla svíður undan sápunni í augunum... Og við skulum ekki einu sinni byrja að tala um verðbólguna.....
Ætla að láta renna í heitt bað og slaka á.. hugsa um allt annað en krónuna ;) Annars fer ég af stað!
Efnisorð: Daglegt líf, Hugleiðingar um pólitík
<< Home