VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

24.3.03

Djöfull er Robbie Williams mikill töffari.... hann er alveg að gera það fyrir mig... Ég var í ræktinni á laugardagsmorguninn, hlaupandi á brettinu og horfandi á Popptíví.... kom ekki kallinn og nýjasta myndbandið er alveg soldið sexy... draumagellurnar hans síðan að hann var polli, leikandi í myndböndunum hans og kyssandi hann.... og hann alveg að fíla það! Hvað ætli hann hafi verið gamall þegar að Splash kom út??? Ábyggileg rétt svo 10 ára og öllum fannst Daryl Hannah geggjuð með síða ljósa hárið sitt... og svo 15 árum seinna..... hann glottandi með gelluna upp á arminn... Sama sagan með Kylie.... jább hann er töffari! Svo fílar hann að hafa þær eldri og ég er alveg að fíla það he he......

Óskarinn hélt mér ekki við efnið.... sofnaði um 2:30... en hafði áður verið skellihlægjandi af Steve Martin og djókunum hans.... líklegast verið einhver svefngalsi í mér hmmmm... Helga Guðný snorkandi við hliðina á mér en hló upp úr svefni með mér... ha ha ... soldið fyndið ;-) Typískt að Hollívúdd hafi kosið Chigaco ... syngjum bara og dönsum... það er best :o) Samt alltaf gaman að fá soldið fútt í þetta og heyra pólitískar ræður... stjörnurnar eru nú allar svo miklir demókratar og eru alveg að láta Bush finna það! Og yfir í pólitískar umræður... vá matarborðið hristist og skalf í gær þegar að Eiki bro hélt monolog um stríð og USA og andleysi stjórnvalda hérlendis... við bara hin komumst ekki að... gaurinn bara var þvílíkt heitur... og að breytast í komma eins og sumir sem að ég þekki.... (kominn í hamar og sigð bol!)

Fór á skóútsölu í gær og viti menn!!!!!! Mín keypti EKKERT og ekki tók mín upp budduna í Kringlunni heldur!!!???... ég er alveg að slá í gegn hérna á klakanum núna ;-)
70 dagar í Italia... við Helga erum á fullu að telja niður og erum farnar að spá í ferðahandbækur og bakpoka og solleiðis.....

Átti ljómandi fína helgi... ræktin og sund á laugardags og sunnudagsmorgun... og svo vinna og búðarráp... fór á Ruby-tuesday á lördag og hafði það kósí með Sigrúnu sætu...
og Diljá mín, mín er farin að sakna þinnar..... hvað er málið að missa af vélinni!!!!!!

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com