VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

21.1.04

Ég tók þátt í minni fyrstu ræðukeppni fyrr í kvöld.
Við vorum sem sagt 4 nemendur lögfræðideildar sem lentum á móti frumgreinadeild í "undanúrslitum". Þetta voru nú samt ekki eiginleg undanúrslit því einungis 4 lið tóku þátt.

Mig hefur lengi langað að taka þátt í ræðukeppni. Allan menntaskólann fylgdist ég dreymin með MORFÍS og sá sjálfa mig fyrir mér taka þátt. Ekki fyrir mitt litla líf þorði ég samt að stíga það skref.... ekki fyrr en nú og það komin í háskóla.

Umræðuefnið í kvöld var Lögleiðing fíkniefna.
Ég verð að viðurkenna að það fór um mig þegar ég frétti að við værum MEÐ lögleiðingu. Ég er nefninlega í grundvallaratriðum á móti lögleiðingu fíkniefna þ.e.a.s. þá hélt ég það að minnsta kosti.
Svo fór ég að kynna mér málefnið.... og viti menn, þessir "frjálshyggjumenn" hafa bara nokkuð til síns máls.
Vangaveltur: Sífellt fleiri dragast inn í undirheima eiturlyfja, leiðast út í glæpi og geta hvergi björg sér veitt. Hvað ætlum við að halda lengi í óbreytt kerfi, kerfi sem skilar okkur engu nema glæpum, aukinni neyslu, ofbeldi og jafnvel dauða en tölur sýna að fíkniefnaneysla fer vaxandi.
Maður vildi sjá undirheimastarfssemi leggjast niður og fækka þannig glæpum. Maður vildi sjá aukna fræðslu um skaðsemi eiturlyfja og eflingu forvarna. Væri kannski betra að vera með gegnsærra kerfi og gæti lögleiðing stuðlað að því?
Með lögleiðingu gætu yfirvöld sett reglur um það hverjum má selja fíkniefni, eins og gert er í dag með tóbak og áfengi. Þau geta sömuleiðis stýrt innflutningi og neyslu með skattlagningu og eflt forvarnarstarf og fræðslu. Helstu hagfræðingar Bandaríkjanna vilja lögleiðingu enda veltir eiturlyfjaiðnaðurinn fleiri hundruðum milljarða króna, peningum sem betur væri varið í hagkerfið sjálft. Á Íslandi hafa yfirvöld litla stjórn á neyslu ólöglegra vímuefna, þau hafa ekki getað komið í veg fyrir hana og neyslan eykst með hverju árinu svo ekki sé talað um smyglið.
Allir vita að það er ekki hægt að koma í veg fyrir fíkniefnaneyslu og meginmarkmiðið hlýtur því að vera að hafa stjórn á neyslunni. Og hvernig náum við því markmiði? Allaveganna ekki með núverandi kerfi. Gallar þess eru töluverðir. Til að viðhalda og bæta það þarf fjármagn og enn meira fjármagn. Hvaðan eiga þessir peningar að koma? Eigum við kannski að segja fleirum upp á Landsspítalanum? Hvernig væri að fá tæplega 5 milljarða kr veltu inn í samfélagið? Eru boð og bönn lausn??? Einhvern veginn efast maður um það...

En allaveganna þá unnum við :-) og keppum til úrslita á morgun :-)

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com