VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

1.12.03

Missó gengur hægt en örugglega. Við tökum viðtal við á morgun við stundakennara upp í HÍ vegna samningaréttarverkefnisins okkar og hlakka ég mikið til. Hann hlýtur að geta varpað ljósi á ýmislegt í tengslum við svik sem ógildingarástæðu, eða vonandi :-)
Annars var barasta farið út á lífið sl. föstudagskvöld. Ég og Tótla og Ólöf tókum nett á því á Gunnunni og svo komu Maja og fleiri gellur síðar og við tjúttuðum fram á rauða nótt. Það var mjöööög gaman en við kíktum m.a. á Hverfiz og Sólon. Laugardagskvöldið var svo bíókvöld, en mín yndislega Sigrún bauð mér í Lúxus-sal á Mystic river. Myndin var þrusugóð og leikararnir voru svaðalega þéttir. Sean Penn og Tim Robbins voru rosalegir!! Það voru nokkur atriði í þessari mynd sem að héldu manni alveg í heljargreipum en mér fannst að hún hefði mátt enda 5 mín fyrr.
Í gær fengum við Majurnar og Tótla okkur súpu í brauði á Svarta kaffi, alltaf næs og spjölluðum um svik og svo auðvitað stráka he he ;-) en ekki hvað???
Núna er mar bara upp á Bifröst að læra. Var að koma af kaffihúsinu en við tókum nettan stöðufund yfir djúpsteiktri ýsu og hamborgurum.... gamanaðessu
En mar bara kominn í nettan jólafíling og ég hlakka ekkert smá til jóla. Mamma var að baka smákökur og ég skreytti alla íbúðina mína í gær...... jóla jóla

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com