Bleeezuð, nú er margt að frétta ;-) Próflokadjammið fór nú ekki eins og ég vildi, Mummi fór illa með mig og ég var eiginlega bara ein að djamma allt kvöldið og ég er greinilega ekki mjög skemmtileg því það var frekar leiðinlegt. Fór því þunn upp í flugvél og ætlaði mér að blunda svona rétt aðeins í vélinni, en lenti við hliðina á lítilli 4 ára hnátu! Ætlaði að snúa mér út í horn en fann fljótlega að hún starði stíft á mig. Svo fann ég að hún fór að strjúka á mér hárið og sagði svo: "akkurru ertu með svona langt hár?" ég muldraði eitthvað að ég væri að safna.... svo spurði hún:"akkurru er það svona mjúkt?" og ég alveg grump grump..... og svo var hún alveg:" þúrt svo falleg" og ég leit á hana og brosti, ísklumpurinn ég var að bráðna... og svo slúttaði hún á: "þúrt eins og prinsessa" og ég var orðin að polli í sætinu og hún átti mig eftir það :-)
....hitti svo Eika bro og Marínu á flugvellinum, þurfti reyndar að bíða aðeins eftir þeim en það var alltílæ því það er svo gaman að vera á flugvöllum og fylgjast með fólki hittast..... það er svo mikil ÁST á flugvöllum.... og svo fékk ég feitt knús hjá E+M þer að þau mættu á svæðið svona í tilefni dagsins ;-)
Svo var lallað um Köben og jólabjórinn kominn í hendi Eika fljótt he he. Röltum Strikið og fórum á kaffihús í Nyhavn og út að borða um kvöldið = næææææs
Danir eru bar helv** flott fólk, sá fullt af sætum strákum og fékk sjálf fleiri hrós og þannig lagað (augngotur, klíp, blikk ) á þessum örfáu dögum heldur en allt síðasta ár hér á Íslandi...... hvað er ég að gera hér??? Íslenskir strákar eru bara ekki að digga mig he he..... það er greinilegt á öllu (sjáum samt til í kvöld hmmmm)
en svo er það náttla LUNDUR- flottur háskólabær og krakkarnir búnir að koma sér fyrir í svaðalegri íbúð í miðbænum. Þó tóku rosalega vel á móti mér og ég fékk besta rúm í heimi með mjúúúúúkri sæng og alles ;-)
Ég verslaði smá og fékk mér gott að snæða. Kíkti til Malmö með Marínu og hafði það bara virkilega huggó. TAKK FYRIR MIG
En nú er ég allaveganna komin í missó og er að drukkna í svikaumræðum.....
Hlakka geggjað til að komast í jólafrí
en segi ykkur betur frá öllu næst t.d. Rasmus (hve sætt er það) sem tók á móti okkur í Köben með bros á vör, jólatívolíinu, Köbendjammaranum (he he), Dönum sem REYKJA, H&M, pizzastaðnum á lokakvöldinum ummmmm, geggjaða pastasallatinu, love actually og bara fuuuuuult af öðrum hlutum ;-)
síjú...... er að fara að djamma vííííí
<< Home