Heilsuhornið
Við viljum flest minnka hættuna á að fá krabbamein. Flestar konur hræðast brjóstakrabbamein t.d. mikið og þó sumu sé ekki hægt að breyta t.d. aldri, erfðafræði- og umhverfisþáttum þá er hægt að hafa áhrif á aðra áhættuþætti þegar að leiða er leitað til þess að minnka hættuna á því að fá brjóstakrabbamein.
Meðal þess sem auðveldast er að stjórna er neyslumunstur og hreyfing.
* Takmarkið áfengisneyslu Ég sá í Séð og heyrt að það væri nýjasta nýtt að fara í áfengisbindindi. Það held ég reyndar að sé ekki svo vitlaus hugmynd (ok, þið megið skjóta á mig núna!) Reyndar held ég að það sé í fínu lagi og jafnvel heilsubætandi að fá sér rauð/hvítvín með mat og kannski eitt glas þegar að maður liggur í freyðibaðinu ummmmm :) Hafa ber í huga að sumar rannsóknir gefa til kynna að fólínsýra, sem er næringarefni sem finnst í sítrusdrykkjum og grænu grænmeti, geti minnkað áhættuna hjá konum sem neyta áfengis í hófi.
* Verið nálægt kjörþyngd. Ég er í dag undir kjörþyngd og mun alla ævi þurfa að neita mér um ýmislegt til þess að halda mér þar. Þetta er þó eitt af mínum langtímamarkmiðum þ.e. að fara aldrei yfir kjörþyngd (nema kannski ef að ég verð svo heppin að verða ófrísk). Ég tel líka að maður sé unglegri og hressari ef að maður heldur sér í réttri vigt + að það minnkar álag á hjartað.
* Líkamleg virkni. Hér vil ég meina að gott sé að stunda bæði heimaleikfimi og gymið/göngutúra. Fyrir okkur sem að reynum að fara 4-5 sinnum í gymmið í viku held ég að það sé ráð að fara á eina útiæfingu í viku þ.e. 4 x í gymmið og 1 x út að ganga/skokka.
* Athugið hvort minnka þarf fitu í mataræðinu. Ég segi alltaf að góð fita sé holl og er á móti því að forðast alla fitu. Þú verður að fá góða fitu úr fæðunni til þess að líkaminn starfi eðlilega en sneiða fram hjá hörðu fitunni. Ég reyni að halda mig frá smjöri og djúpsteiktum mat og mjög feitum sósum.
* Alls ekki reykja!! (þetta er spes fyrir Siggu)
Heilbrigður lífsstíll tryggir náttúrulega aldrei að maður fái ekki brjóstakrabba en hann er að sjálfsögðu skref í rétta átt. Ég tel sjálfa mig vera í góðum málum þótt alltaf sé hægt að bæta sig hvað ofangreint varðar. Ég myndi t.d. sjálf vilja auka heimaleikfimina ha ha ha ha
Efnisorð: heimspeki og já lífið, Hugleiðingar um pólitík
<< Home