VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

27.2.06

Mér finnst sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að styðja við fjölskyldur sem ættleiða börn erlendis frá alveg meiriháttar. Nú í ljósi þess að fóstureyðingar eru "ókeypis" finnst mér í raun hafa ríkt hér hrópandi óréttlæti. Ég sem skattgreiðandi er allaveganna meira en lítið til í að styrkja fólk til þess að verða foreldrar en ættleiðingar eru mjög kostnaðarsamar og nemur kostnaður við hverja ættleiðingu tæplega milljón króna.
Svona ættleiðingastyrkir hafa verið veittir á hinum Norðurlöndunum og er vert að taka slíkt til fyrirmyndar en ég las það að þeir styrkir nemi um 200-500 þúsund krónum á hverja ættleiðingu.
Mér finnst þetta löngu tímabært.

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com