VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

28.2.06

Kaldar kveðjur í Háskóla Íslands

Ég og Marín fórum á námskynningu í Háskóla Íslands um daginn. Við höfðum báðar hug á því að skoða mastersnám en kynningin samanstóð af hvorutveggja, grunnnámi og framhaldsnámi. Við byrjuðum í Odda. Þar höfðum við mestan áhuga á mastersnámi í hagfræði og kynnti ég mér MS nám í fjármálum fyrirtækja. Nú allt var þetta, enn sem komið er, ágætis kynning og áhugaverð.
Nú, ská á móti hagfræðibásnum var svo lagadeild HÍ með bás. Þar voru brosmildir stúdentar að dreifa bæklingum um námið í lagadeildinni og ég ákvað að forvitnast aðeins um ML námið. Ég byrjaði á að spyrja stúdentana hvort að það væri skylda að hafa lokið 90 einingum í “pjúra” laganámi til þess að komast inn í ML (Master í lögum). Þau vissu það hreint ekki alveg og kölluðu til skrifstofustjóra lagadeildar til að svara fyrirspurnum mínum. Þegar að sú “ágæta” kona komst að því að ég hafði lokið mínum lögfræðieiningum frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst kom á hana svipur sem vart er hægt að lýsa með orðum. Í framhaldi tilkynnti hún mér að ég fengi sko ekki einustu lögfræðieiningu metna ef að ég sækti um í lagadeild HÍ, heldur yrði ég að taka 90 einingar ÞAR til þess að komast inn í ML námið. Ég sagði að mér fyndist það nú skjóta skökku við þar sem að sömu kennararnir kenndu sömu fögin í báðum skólunum eins og t.d. vinnurétt. Hún fussaði yfir því og sagði vinnurétt aðeins valfag í HÍ og hún væri aðallega að tala um þessa grunnlögfræði sem að greinilega, að hennar mati, er ekki kennd upp á Bifröst. Þar værum við aðeins að læra “barna”lögfræði. Nú í framhaldi fór hún að rakka niður ML námið upp á Bifröst (sem að by the way hefur verið samþykkt af Menntamálaráðuneytinu og gefur réttindi til að taka lögmannsprófið) og sagðist ekki skilja nám sem að keyrt væri í gegn og bla bla. Ég sagði henni að ég væri nú bara að forvitnast og ég hefði nú t.d. séð að hægt væri að komast í ML í Háskólanum í Reykjavík. “HR tekur nú ALLA inn” sagði hún þá. Ykkur að segja tekur HR ekki ALLA inn, heldur fólk sem að lokið hefur BA og BS námi. Þeir í HR líta nefnilega svo á að lögfræði sé ekki fag fyrir fáeina útvalda lagadeildar HÍ-inga heldur fag sem að margir hafa gagn og gaman af að læra og kynna sér. Þar þarftu ekki að hafa lært lögfræðina ÞAR til að komast inn í ML.
Og þannig er það þá, að ég eftir 3 ára nám í HÁSKÓLA, fengi ekki eina einustu einingu metna við lagadeild HÍ. Að þeirra mati kann ég ekkert í lögfræði (nema örlitla barnalögfræði) og ekki óskað í lagadeild HÍ.
Þetta kalla ég ekki kynningu á lögfræðinámi HÍ, heldur “drullum yfir aðra skóla” og “snobb” kynningu. Ég ætla bara að láta ykkur vita að þegar að ég hef lesið lagabæklinginn þeirra þá ætla ég að skeina mér á honum!
Að lokum vil ég þó segja að kynning á öðru námi í HÍ var fróðleg og skemmtileg.

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com