VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

9.1.08

Brjóstaþoka

er merkilegt fyrirbæri. Ég virðist þjást af þessum óskilgreinda sjúkdómi, Einari til ómældrar skemmtunar. Ég er gleymin, utan við mig á stundum og tala án þess að hugsa þannig að stundum koma þessar þvílíku gullsetningar. Um daginn fór ég í spinning og kom við heima til þess að ná í strigaskó. Fór inn og var eitthvað svo mikið að hugsa um eitthvað allt annað að þegar að ég kom niðrí íþróttahús var ég með hælaskó í aftursætinu! Ég er ekki í lagi. Ég get heldur ekki lagt saman lægstu tölur og Einar skellir upp úr, oft á dag, þegar að ég rugla eitthvað út í loftið eða trúi einhverju bulli sem að hann segir. Kannast einhverjar við þetta?

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com