VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

6.11.08

Systkinakærleikur

Ég pæli voðalega oft í því hvernig Herdís María bregðist við þegar að nýjársbomban mætir á svæðið. Herdís María er nefninlega algjör kelirófa og er dugleg að strjúka og kjussa t.d. foreldra sína, ömmur og afa, dagmömmuna, dúkkurnar sínar, myndir í bókum og ljósmyndir af okkur foreldrunum. Það verður því mjög forvitnilegt að sjá hvort að hún á eftir að kjussa litla krílið eins mikið eða hvort að henni lítist ekkert á þennan aðskotahlut. Hún á það nefninlega til að hrópa upp yfir sig þegar að við Einar erum að knúsast. Þá kemur hún askvaðandi og vill ekki vera skilin útundan. Held að ég megi alls ekki kjussa litla barnið nema að smella einum á Herdísi líka. Svo hafa þeir sem að eiga fleiri en eitt barn sagt mér hversu gefandi það er að sjá systkini knúsast og vera góð við hvort annað. Ég hlakka því mjög til :o)

Efnisorð:

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com