VANILLUSTELPAN Á BLEIKA SKÝINU

............ lífið í Borgarnesi .................

19.12.08

Newsflash....

Jæja ég er komin í slökun. Ég náði ekki að skila ritgerðinni sem að er bömmer. Ég er samt búin með hana að mestu en átti smá frágangs og heimildarvinnu eftir. Svo settu veikindi hjá Herdísi Maríu strik í reikninginn þessa síðustu viku. Leiðbeinandinn minn sagði að ég gæti skilað henni inn, en ég var ekki sátt við að láta hana frá mér eftir svona mikla vinnu þegar að mér líður eins og hún sé ekki alveg tilbúin. Svekkjandi en svona er þetta. Líkaminn minn var líka löngu búinn að segja stopp og í síðustu mæðraskoðun sagði ljósan mín stopp líka. Ég mun því útskrifast í vor sem er náttúrulega miklu skemmtilegra... gardenpartý og svonna haha.

En að öðru og meira skemmtilegu. Ég kláraði jólakortin í gær og ætla að pakka inn núna í dag restinni af gjöfunum. Svo þarf ég að tjúna mig niður svo að ég komist í fæðingu. Stefni á sunnudag/mánudag haha... nei segi svona. Kannski 27. des?? Æ hvað veit maður, það er allaveganna allt rólegt núna.
En núna er akkúrat tími fyrir slakandi freyðibað og eina vidjómynd... hvað finnst ykkur?

Efnisorð: ,

|
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com